Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   mán 19. september 2022 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona á eftir Asensio

Marco Asensio leikmaður Real Madrid er undir smásjá erkifjendana í Barcelona en þetta kemur fram í spænska miðlinum Mundo Deportivo í dag.


Asensio hefur verið í litlu hlutverki hjá Real Madrid á þessu tímabili en hann hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum á tímabilinu.

Hann lét reiði sína í ljós um daginn er hann trylltist þegar hann áttaði sig á því að hann væri ekki að fara koma við sögu í leik gegn Mallorca um daginn.

Samningur hans við félagið rennur út næsta sumar en Barcelona er sagt ætla reyna ná í hann í janúar.


Athugasemdir
banner