mán 19. september 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frank: Saliba verður lykilmaður í franska landsliðinu
Mynd: Getty Images

Arsenal vann Brentford nokkuð örugglega í ensku úrvalsdeildinni í gær.


William Saliba, Gabriel Jesus og Fabio Vieira skoruðu mörkin. Thomas Frank stjóri Brentford er mjög hrifinn af Arsenal liðinu.

„Jesus, vá, þvílíkur leikmaður, ekkert á móti City en stundum gengur þetta bara upp í öðru umhverfi. Saka og Odegard eru árinu eldri, Ödegaard er þvílíkur leikmaður. Þá verð ég að nefna Saliba, hann verður lykilmaður í franska landsliðinu, ég er fullviss um það. Hann mun spila í byrjunarliðinu í þessu liði og þetta er sterkt lið," sagði Frank.

Arsenal hefur farið hrikalega vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er á toppnum með 18 stig, stigi á undan Manchester CIty og Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner