Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   mán 19. október 2020 18:22
Ívan Guðjón Baldursson
England: Fyrsta markalausa jafnteflið kom á Hawthorns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
West Brom 0 - 0 Burnley

Nýliðar West Bromwich Albion tóku á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag og úr varð mikill baráttuleikur.

Bæði lið mættu í leikinn til að sigra en staðan var markalaus eftir mikið miðjumoð í fyrri hálfleik.

Það lifnaði við hlutunum því meira sem tók að líða á leikinn en hvorugu liði tókst að koma knettinum í netið þrátt fyrir góð færi. Heimamenn í West Brom fengu betri færi en gestirnir frá Burnley skutu tvisvar sinnum í tréverkið.

Jóhann Berg Guðmundsson er búinn að ná sér af meiðslum og spilaði fyrstu 69 mínúturnar á hægri kanti Burnley.

Þetta var fyrsta markalausa jafntefli tímabilsins og jafnframt fyrsta stig Burnley. West Brom er með tvö stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
2 Chelsea 3 2 1 0 7 1 +6 7
3 Arsenal 3 2 0 1 6 1 +5 6
4 Tottenham 3 2 0 1 5 1 +4 6
5 Everton 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Sunderland 3 2 0 1 5 3 +2 6
7 Bournemouth 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Crystal Palace 3 1 2 0 4 1 +3 5
9 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
10 Nott. Forest 3 1 1 1 4 5 -1 4
11 Brighton 3 1 1 1 3 4 -1 4
12 Leeds 3 1 1 1 1 5 -4 4
13 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
14 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
15 Brentford 3 1 0 2 3 5 -2 3
16 West Ham 3 1 0 2 4 8 -4 3
17 Newcastle 3 0 2 1 2 3 -1 2
18 Fulham 3 0 2 1 2 4 -2 2
19 Aston Villa 3 0 1 2 0 4 -4 1
20 Wolves 3 0 0 3 2 8 -6 0
Athugasemdir
banner