City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   þri 19. október 2021 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Var meiddur í nánast allt sumar og vitum ekki hvað verður um hann"
Guðjón Baldvinsson.
Guðjón Baldvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
KR staðfesti í dag að félagið væri búið að bæta við sig tveimur sóknarmönnum.

Sóknarmennirnir Sigurður Bjartur Hallsson og Stefan Ljubicic, sem báðir eru 22 ára, gengu í raðir KR í dag. Fyrir eru KR-ingar með sóknarmennina Guðjón Baldvinsson, Kristján Flóka Finnbogason og Kjartan Henry Finnbogason.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að Sigurður Bjartur og Stefan komi til með að veita bestu leikmönnum KR samkeppni, og þá eru þeir hugsaðir til framtíðar.

Guðjón kom til KR frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil en náði ekki að beita sér mikið vegna meiðsla. Rúnar segist ekki vita hvort hann verði áfram hjá félaginu.

„Guðjón var meiddur í nánast allt sumar og við vitum ekki hvað verður um hann. Hann og Kjartan eru 35 og 36 ára, við erum að horfa til framtíðar líka," sagði Rúnar.

Guðjón er samningsbundinn KR út næsta tímabil.
Rúnar Kristins: Kemur enginn í KR og á öruggt sæti
Athugasemdir
banner
banner
banner