Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. janúar 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - María Catharina Ólafsd. (Þór/KA)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jakobína Hjörvarsdóttir
Jakobína Hjörvarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Andrea Marý Sigurjónsdóttir
Andrea Marý Sigurjónsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María Catharina er öflugur sóknarmaður sem oftast lék á hægri kantinum hjá Þór/KA á liðinni leiktíð. Hún er fædd árið 2003 og hefur leikið yfir þrjátíu leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hún skoraði þrjú mörk síðasta sumar og var á dögunum valin í úrtakshóp fyrir U19 landsliðið. Hún sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Maria Catharina Ólafsd. Gros

Gælunafn: Mamma kallar mig stundum Mia

Aldur: Verð 18 ára í febrúar

Hjúskaparstaða: föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: febrúar 2018

Uppáhalds drykkur: bara vatn

Uppáhalds matsölustaður: Rub23 á Akureyri

Hvernig bíl áttu: Suzuki Swift

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip Girl og Desperate housewives

Uppáhalds tónlistarmaður: Get ekki valið einn

Uppáhalds hlaðvarp: Sölvi Tryggva eða Snörri Björns

Fyndnasti Íslendingurinn: Auddi, Steindi og Gillz

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Kökudeig, þrist og jarðarber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: 'oh' frá pabba

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Margrét Lára

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef haft mjög marga en bestu eru Andri Hjörvar, Garðar Marvin og Bojana

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Cecilía er óþolandi góð í marki

Sætasti sigurinn: Á NM 2019 þegar við náðum að jafna Þýskaland eftir að hafa verið 3-0 undir og unnum svo í vító

Mestu vonbrigðin: Að ég mátti ekki koma inná með Þór/KA í Champions league því ég var of ung

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Andreu Marý

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Cecilía

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Veit ekki

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sandra María Jessen

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Engin sem mér dettur í hug

Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Hélt einu sinni að dómarinn hefði dæmt horn en það var markspyrna og ég var búin að stilla mér upp við stöngina

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Mér finnst gaman að horfa á skíði

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Hef átt erfitt með íslensku

Vandræðalegasta augnablik: Þegar Jöri landsliðsþjálfari setti mynd af mér upp á vegg sem mér líkaði ekki eftir liðsfund

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Myndi taka þrjár af eftirfarandi: Cecilíu, Jakobínu, Ólöfu Sigríði og/eða Bryndísi Örnu

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef keppt á landsmóti hestamanna

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kom mér á óvart hvað Cecilía er fyndin

Hverju laugstu síðast: Sagði við Jakobínu 'flott skot'

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun og hlaup án bolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Kim K hvort að hún og Kanye væru að skilja eða hvort þetta sé bara orðrómur.
Athugasemdir
banner
banner