Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari belgíska kvennalandsliðsins en þetta var staðfest í morgun.
Það eru því fjórir Íslendingar starfandi sem þjálfarar A-landsliða, auk íslensku liðanna þar sem Arnar Gunnlaugsson og Þorsteinn Halldórsson halda um stjórnartaumana er Heimir Hallgrímsson með írska karlalandsliðið.
Í tilkynningu frá belgíska sambandinu segir að Elísabet hafi skrifað undir samning til sumarsins 2027 og ferðist til Belgíu í vikunni.
Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA (Ísland er í fjórtánda sæti) og verður eins og Ísland meðal þátttökuþjóða á EM í sumar. Belgía er með Portúgal, Ítalíu og Spáni í riðli.
„Ég hlakka til að þjálfa liðið, sérstaklega þar sem EM er í sjónmáli. Belgía hefur tekið miklum framförum í kvennabolta undanfarin ár og búið er að byggja upp sterkt landslið sem er bæði með reynslumiklum og ungum leikmönnum. Saman getum við náð góðum úrslitum," segir Elísabet við heimasíðu sambandsins.
Það eru því fjórir Íslendingar starfandi sem þjálfarar A-landsliða, auk íslensku liðanna þar sem Arnar Gunnlaugsson og Þorsteinn Halldórsson halda um stjórnartaumana er Heimir Hallgrímsson með írska karlalandsliðið.
Í tilkynningu frá belgíska sambandinu segir að Elísabet hafi skrifað undir samning til sumarsins 2027 og ferðist til Belgíu í vikunni.
Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA (Ísland er í fjórtánda sæti) og verður eins og Ísland meðal þátttökuþjóða á EM í sumar. Belgía er með Portúgal, Ítalíu og Spáni í riðli.
„Ég hlakka til að þjálfa liðið, sérstaklega þar sem EM er í sjónmáli. Belgía hefur tekið miklum framförum í kvennabolta undanfarin ár og búið er að byggja upp sterkt landslið sem er bæði með reynslumiklum og ungum leikmönnum. Saman getum við náð góðum úrslitum," segir Elísabet við heimasíðu sambandsins.
Ready for a new chapter. Welcome, Elisabet Gunnarsdóttir. ???? pic.twitter.com/paVIXdBAGl
— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) January 20, 2025
Beta, eins og hún er oftast kölluð, hefur verð án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad haustið 2023. Hún var sterklega orðuð við Aston Villa á Englandi í fyrra en ekkert varð úr því að hún tæki við liðinu. Þar á undan var hún orðuð við stórlið Chelsea og norska landsliðið.
Beta er 48 ára og hefur á sínum ferli stýrt ÍBV, Val og Kristianstad. Hún var í fimmtán ár hjá Kristianstad og gerði mjög eftirtektarverða hluti með liðið.
Næsta verkefni hjá Belgum er Þjóðadeildin og svo í sumar tekur liðið þátt í EM.
Athugasemdir