Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 20. janúar 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Dorgu inn og Garnacho út hjá Man Utd?
Mynd: EPA
Corriere dello Sport segir að Manchester United sé í viðræðum við ítalska félagið Lecce um danska vængbakvörðinn Patrick Dorgu.

Dorgu er tvítugur, er af nígerískum uppruna en fæddist í Kaupmannahöfn. Hann á fjóra landsleiki fyrir Danmörku.

Í sama blaði er fjallað um að Napoli muni koma með hærra tilboð í argentínska landsliðsmanninn Alejandro Garnacho hjá United.

Sagt er að United sé með 80 milljóna evra verðmiða á Garnacho en Napoli muni ekki fara hærra en 60 milljónir. Leikmaðurinn er sagður hafa áhuga á að fara til Napoli og United gæti mögulega lækkað verðmiðann.
Athugasemdir
banner