Arne Slot, stjóri Liverpool, vonast til þess að tryggja sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Hákoni Arnari Haraldssyni og félögum í Lille á morgun.
Liverpool hefur unnið alla sex leiki sína í Meistaradeildinni og er á toppnum. Lille er með 13 stig og er í áttunda sæti, síðasta sætinu sem gefur beinan þátttökurétt í 16-liða úrslitum.
Liðin sem enda í sætum 9-24 munu fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.
Slot sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og hér má sjá allt það helsta sem þar kom fram.
Liverpool hefur unnið alla sex leiki sína í Meistaradeildinni og er á toppnum. Lille er með 13 stig og er í áttunda sæti, síðasta sætinu sem gefur beinan þátttökurétt í 16-liða úrslitum.
Liðin sem enda í sætum 9-24 munu fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.
Slot sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og hér má sjá allt það helsta sem þar kom fram.
Er Liverpool besta lið heims? - Fyrsta spurningin sem Slot fékk á fundinum var út í ummæli Thomas Frank, stjóra Brentford
„Það er alltof snemmt að segja svona hluti. Ummæli hans hafa þó mikla þýðingu í mínum huga. Það er alltaf gaman að fá hrós frá stjóra sem hefur sannað sig í ensku úrvalsdeildinni," svaraði Slot.
Diogo Jota og Joe Gomez æfðu ekki í dag
„Það eru vikur í þá, ekki talið í mánuðum. Jota er að glíma við meiðsli í axlarvöðva og hann mun snúa aðeins fyrr til baka."
Um Darwin Nunez sem skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði sigur gegn Brentford á laugardag
„Eitt það erfiðasta í fótboltanum er að finna stöðugleika. Það eru ekki margir leikmenn í heimi sem spila alltaf eins vel. Sumir leikmenn geta spilað í hæsta styrkleika oft, en ekki alltaf. Í Darwin Nunez erum við með leikmann sem er oft góður en næst skref á hans ferli er að komast í hóp þeirra fáu leikmanna sem geta spilað svona á þriggja daga fresti."
Um að enda í efsta sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar
„Mikilvægast er að við viljum vinna alla leiki sem við förum í. Ég lít ekki á deildina þannig að ef við endum á toppnum fáum við auðveldasta andstæðinginn því þú þú endir í efsta sæti þarftu ekki að vera besta liðið. Þetta er nýtt og öðruvísi fyrirkomulag og erfitt að meta þetta.
Býst við opnum leik
„Miðað við hvernig Lille hefur spilað að undanförnu býst ég við opnum leik. Þeir hafa pressað alla andstæðinga. Þeir hafa pressað þá hátt. Þeir hafa öðruvísi leikstíl en liðin sem við höfum mætt undanfarið, sem hafa breytt leikstíl sínum gegn okkur."
Chiesa óheppinn að vera í samkeppni við Salah
„Federico Chiesa hefur í nokkur skipti verið óheppinn því það hafa komið stundir þar sem hann hefði getað spilað en hann var ekki klár eða var veikur. Þá er Federico óheppinn að vera með Mohamed Salah fyrir framan sig en ég var ánægður með að hann átti góðar mínútur gegn Accrington Stanley."
Stöðutaflan
Evrópa
Meistaradeildin
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 6 | 6 | 0 | 0 | 13 | 1 | +12 | 18 |
2 | Barcelona | 6 | 5 | 0 | 1 | 21 | 7 | +14 | 15 |
3 | Arsenal | 6 | 4 | 1 | 1 | 11 | 2 | +9 | 13 |
4 | Leverkusen | 6 | 4 | 1 | 1 | 12 | 5 | +7 | 13 |
5 | Aston Villa | 6 | 4 | 1 | 1 | 9 | 3 | +6 | 13 |
6 | Inter | 6 | 4 | 1 | 1 | 7 | 1 | +6 | 13 |
7 | Brest | 6 | 4 | 1 | 1 | 10 | 6 | +4 | 13 |
8 | Lille | 6 | 4 | 1 | 1 | 10 | 7 | +3 | 13 |
9 | Dortmund | 6 | 4 | 0 | 2 | 18 | 9 | +9 | 12 |
10 | Bayern | 6 | 4 | 0 | 2 | 17 | 8 | +9 | 12 |
11 | Atletico Madrid | 6 | 4 | 0 | 2 | 14 | 10 | +4 | 12 |
12 | Milan | 6 | 4 | 0 | 2 | 12 | 9 | +3 | 12 |
13 | Atalanta | 6 | 3 | 2 | 1 | 13 | 4 | +9 | 11 |
14 | Juventus | 6 | 3 | 2 | 1 | 9 | 5 | +4 | 11 |
15 | Benfica | 6 | 3 | 1 | 2 | 10 | 7 | +3 | 10 |
16 | Mónakó | 6 | 3 | 1 | 2 | 12 | 10 | +2 | 10 |
17 | Sporting | 6 | 3 | 1 | 2 | 11 | 9 | +2 | 10 |
18 | Feyenoord | 6 | 3 | 1 | 2 | 14 | 15 | -1 | 10 |
19 | Club Brugge | 6 | 3 | 1 | 2 | 6 | 8 | -2 | 10 |
20 | Real Madrid | 6 | 3 | 0 | 3 | 12 | 11 | +1 | 9 |
21 | Celtic | 6 | 2 | 3 | 1 | 10 | 10 | 0 | 9 |
22 | Man City | 6 | 2 | 2 | 2 | 13 | 9 | +4 | 8 |
23 | PSV | 6 | 2 | 2 | 2 | 10 | 8 | +2 | 8 |
24 | Dinamo Zagreb | 6 | 2 | 2 | 2 | 10 | 15 | -5 | 8 |
25 | PSG | 6 | 2 | 1 | 3 | 6 | 6 | 0 | 7 |
26 | Stuttgart | 6 | 2 | 1 | 3 | 9 | 12 | -3 | 7 |
27 | Shakhtar D | 6 | 1 | 1 | 4 | 5 | 13 | -8 | 4 |
28 | Sparta Prag | 6 | 1 | 1 | 4 | 7 | 18 | -11 | 4 |
29 | Sturm | 6 | 1 | 0 | 5 | 4 | 9 | -5 | 3 |
30 | Girona | 6 | 1 | 0 | 5 | 4 | 10 | -6 | 3 |
31 | Rauða stjarnan | 6 | 1 | 0 | 5 | 10 | 19 | -9 | 3 |
32 | Salzburg | 6 | 1 | 0 | 5 | 3 | 18 | -15 | 3 |
33 | Bologna | 6 | 0 | 2 | 4 | 1 | 7 | -6 | 2 |
34 | RB Leipzig | 6 | 0 | 0 | 6 | 6 | 13 | -7 | 0 |
35 | Slovan | 6 | 0 | 0 | 6 | 5 | 21 | -16 | 0 |
36 | Young Boys | 6 | 0 | 0 | 6 | 3 | 22 | -19 | 0 |
Athugasemdir