„Nú erum við búnir að spila á stuttum tíma gegn City, Arsenal og svo Liverpool í dag. Mér finnst þeir skrefinu framar en hin tvö liðin," sagði Thomas Frank stjóri Brentford eftir 0-2 tap heima gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.
„Mér fannst við spila virkilega vel gegn besta liði heims þessa stundina. Við gerðum margt rétt. Við vörðumst virkilega vel, gáfum færi á okkur en ekki of hættuleg. Við fengum líka góð tækifæri sem urðu ekki færi útaf síðustu snertingunni eða sendingunni. Miðverðirnir þeirra voru einstaklega góðir."
Hann hélt áfram að hrósa Liverpool liðinu.
„Liverpool eru góðir á öllum sviðum, vinnuframlagið þeirra og hvernig þeir skila sér til baka er gott merki um það. Þetta er besta liðið í úrvalsdeildinni og í heiminum. Þeir eru líklegastir til að vinna deildina."
Athugasemdir