Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. febrúar 2024 19:18
Brynjar Ingi Erluson
Wilder sektaður fyrir ummæli sín
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið hefur sektað Chris Wilder, stjóra Sheffield United, um 11.500 pund fyrir ummæli sín um dómarann Tony Harrington.

Wilder gagnrýndi Harrington fyrir dómgæslu hans í 3-2 tapi Sheffield gegn Crystal Palace þann 30. janúar.

Sagði hann dómarann óheiðarlegan og að þá hafi hann fengið þær upplýsingar fyrir leikinn að allar 50-50 ákvarðanir í leiknum myndu fara gegn Sheffield, en þær upplýsingar áttu að hafa komið frá ónefndum úrvalsdeildardómara.

Fótboltasambandið hefur nú sektað Wilder um 11.500 pund fyrir ummælin, en hann sleppur við bann.


Athugasemdir
banner
banner