Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. maí 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norðurlandamóti U16 karla 2020 aflýst
Orri Steinn skoraði fimm mörk í sigri í Færeyjum á síðasta Norðurlandamóti. Hann er 15 ára og því enn gjaldgengur í U16 landsliðið.
Orri Steinn skoraði fimm mörk í sigri í Færeyjum á síðasta Norðurlandamóti. Hann er 15 ára og því enn gjaldgengur í U16 landsliðið.
Mynd: Hulda Margrét
Norðurlandamóti U16 ára landsliðs karla hefur verið aflýst í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19, en mótið átti að fara fram í Noregi í sumar, nánar tiltekið 5.-11. ágúst .

Á síðasta ári endaði Ísland í sjöunda sæti mótsins. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Mexíkó, sem var gestaþjóð á mótinu, og tapaði 5-1 gegn Finnlandi.

Liðið endaði þó mótið gríðarlega vel, með 6-0 sigri gegn Færeyjum þar sem Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður FC Kaupmannahafnar, gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk. Hann skoraði í heildina sex mörk á mótinu.

Davíð Snorri Jónasson er þjálfari U16 landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner