Jesus Maria Meneses Sabater lyfti bara vísifingri en línuvörðurinn taldi það vera löngutöng og því fór rautt spjald á loft. Sjáðu betur inn á myndina neðst í fréttinni.
Umdeilt atvik varð í leik Fram og Leiknis Fáskrúðsfjarðar í dag en þá fékk Jesus Maria Meneses Sabater(Chechu) að líta rauða spjaldið.
Línuvörðurinn segir að hann hafi sýnt sér puttann og hafi þess vegna átt að fjúka út af.
Línuvörðurinn segir að hann hafi sýnt sér puttann og hafi þess vegna átt að fjúka út af.
Leiknismenn voru æfir yfir dómnum og segja það af og frá að hann hafi sýnt línuverðinum puttann. Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis sagðist hafa rætt við Chechu og hann hafi útskýrt hvað hafi gerst.
„Já hann sagði, Ég vil fá einu sinni innkast(heldur upp vísifingri) einu sinni innkast og aðstoðardómarinn sagði að hann hefði gefið honum fokk jú puttann, þetta eru bara þvílíkar....ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu," sagði Brynjar.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari fótbolta.net var á svæðinu og náði myndum af atvikinu. Á þeim sést greinilega að Chechu heldur uppi vísifingri en ekki löngutöng eins og línuvörðurinn vildi meina.
Sjón er sögu ríkari!
Athugasemdir