Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 20. júlí 2019 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa að krækja í Douglas Luiz og Trezeguet
Douglas Luiz.
Douglas Luiz.
Mynd: Getty Images
Aston Villa er búið að bæta við sig níu leikmönnum og ætlar ekki að hætta. Félagið er nálægt því að landa tveimur leikmönnum sem gætu styrkt liðið til muna.

Annar þeirra er Douglas Luiz, 21 árs miðjumaður Manchester City sem lék fyrir Girona að láni á síðasta tímabili. Hann á ellefu leiki að baki fyrir U23 og U20 lið Brasilíu og mun kosta um 15 milljónir punda.

Hinn er Mahmoud Hassan, betur þekktur sem Trezeguet. Sá leikur fyrir Kasimpasa í Tyrklandi og greiðir Villa um 8 milljónir punda fyrir hann.

Kaupverðið gæti hækkað umtalsvert enda var samið um vænar árangurstengdar greiðslur. Ef Trezeguet nær sér í byrjunarliðssæti mun Villa greiða aukalega fyrir hann.

Sky Sports greinir frá þessu en hingað til er Villa búið að kaupa leikmenn fyrir rétt rúmlega 100 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner