Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. október 2019 18:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Við spilum alltaf gegn vegg
Klopp eftir leikinn.
Klopp eftir leikinn.
Mynd: Getty Images
„Við gerðum nægilega vel til þess að ná í stig," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford.

Varamaðurinn Adam Lallana jafnaði metin fyrir Liverpool þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

„Við gáfum Man Utd tækifæri að spila eins og þeir vildu að spila, með fimm manna varnarlínu og svo framvegis. Þeir lögðu mikið á sig," sagði Klopp.

„Ég held að allir geti sammála um að það var brot í aðdragandanum á markinu þeirra, en að mati VAR var það ekki augljóst brot. Þannig er staðan. Við töpuðum ekki, en þetta var augljóst brot. Það augljós snerting og Divock Origi fór niður. Þeir héldu áfram og fóru í skyndisókn."

„Já, það er snerting og ég er viss um að dómararnir sögðu það, en ekki augljóst brot? Það virkar ekki, þannig á það ekki að vera."

„Svo var mark dæmt af okkur. Ég sá það ekki, en það var líklega hendi. Allt virtist fara á móti okkur."

„Við breyttum aðeins um kerfi í seinni hálfleiknum og áttum okkar augnablik. Svo skoruðum við og stjórnuðum leiknum. Leikvangurinn var hljóður og fólk bjóst örugglega við því að við myndum skora, en við tökum stigið og höldum áfram."

„Við spilum alltaf gegn vegg. Við verðum að gera betur, en svona er þetta. Ég held að Man Utd geti ekki spilað svona þegar hitt liðið er ekki svona mikið með boltann."

„Við spilum oft gegn svona liðum. Eitt stig er fullkomlega í lagi," sagði Jurgen Norbert Klopp við BBC Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner