
Ekvador tók forystuna í A-riðli með sigrinum gegn Katar en á morgun klukkan 16 mætast Senegal og Holland í riðlinum. Afríkumeistarnir eru án sinnar skærustu stjörnu en Sadio Mane getur ekki spilað með Senegal á mótinu vegna meiðsla sem hlaut í leik gegn Bayern München.
Hann skilur eftir sig risastórt skarð en Ismaila Sarr og Famara Diedhiou eru núna einu leikmennirnir í hópnum sem eru í tveggja stafa tölu í markaskorun fyrir þjóð sína (með 10 mörk hvor).
Hann skilur eftir sig risastórt skarð en Ismaila Sarr og Famara Diedhiou eru núna einu leikmennirnir í hópnum sem eru í tveggja stafa tölu í markaskorun fyrir þjóð sína (með 10 mörk hvor).
Fótboltafjölskyldan er sorgmædd
Aliou Cisse, þjálfari Senegal, fer ekki leynt með að það sé hægara sagt en gert að fylla skarð Mane.
„Allir þjálfarar smíða liðið sitt í kringum bestu leikmennina, ég er engin undantekning á því. En þetta er staðreynd sem við þurfum að glíma við. En við erum með öflugt lið, bæði reynslumikla leikmenn og unga leikmenn sem eru tilbúnir að grípa tækifærið og láta ljós sitt skína," segir Cisse.
„Mane er ekki bara fulltrúi Senegal heldur Afríku í heild sinni. Fótboltafjölskylda heimsins er sorgmædd yfir því að hann sé ekki að fara að taka þátt í þessu móti."
Van Gaal segir að Holland geti unnið mótið
Hollandi mistókst að komast á HM 2018 en liðið hefur verið á mjög öflugri siglingu undir stjórn Louis van Gaal og tryggði sér nýlega sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.
Van Gaal segir að hollenska liðið sé að meðaltali með meiri gæði en liðið á HM 2014 og telur að sínir menn geti farið alla leið og unnið mótið. Breiddin sé meiri en hún var þegar liðið hafnaði í þriðja sæti í Brasilíu.
Einn hæfileikaríkasti leikmaður liðsins, Memphis Depay, er að glíma við meiðsli aftan í læri og verður ekki í byrjunarliðinu í þessum fyrsta leik Hollands á mótinu.
Mánudagur 16:00: Senegal - Holland
Líklegt byrjunarlið Senegal: E. Mendy; Sabaly, Cisse, Koulibaly, Ballo-Toure; Kouyate, N. Mendy, I. Gueye; I. Sarr, Dia, Diatta
Líklegt byrjunarlið Hollands: Pasveer; Timber, Van Dijk, Ake; Frimpong, F. De Jong, Koopmeiners, Blind; Klaassen; Gakpo, Bergwijn
Hvernig mun þessum liðum vegna?
Fótbolti.net spáir því að þessi tvö lið komist upp úr riðlinum. Holland standi uppi sem sigurvegari en Senegal endi í öðru sæti.
Sjá einnig:
A-riðillinn: Van Gaal mætir með læti og bjartasta von Afríku
Dómari: Wilton Sampaio (Brasilíu)
Leikvangur: Al Thumama leikvangurinn.
Athugasemdir