Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 26. desember
Championship
Blackburn 2 - 2 Sunderland
Bristol City 1 - 0 Luton
Coventry 4 - 0 Plymouth
Derby County 2 - 0 West Brom
Middlesbrough 3 - 3 Sheff Wed
Norwich 2 - 1 Millwall
Oxford United 3 - 2 Cardiff City
Preston NE 1 - 0 Hull City
Sheffield Utd 0 - 2 Burnley
Stoke City - Leeds - 20:00
Swansea 3 - 0 QPR
Watford 2 - 1 Portsmouth
Úrvalsdeildin
Bournemouth 0 - 0 Crystal Palace
Chelsea 1 - 2 Fulham
Liverpool - Leicester - 20:00
Man City 1 - 1 Everton
Newcastle 3 - 0 Aston Villa
Nott. Forest 1 - 0 Tottenham
Southampton 0 - 1 West Ham
Wolves 1 - 0 Man Utd
þri 08.nóv 2022 17:54 Mynd: Getty Images
Magazine image

A-riðillinn: Van Gaal mætir með læti og bjartasta von Afríku

Það eru tólf dagar í heimsmeistaramótið í Katar. Á næstu dögum ætlum við að hita upp fyrir riðlakeppnina með því að birta fréttir um hvern riðil. Við byrjum auðvitað á A-riðlinum en liðin í þeim riðli eru:

Katar 🇶🇦
Ekvador 🇪🇨
Senegal 🇸🇳
Holland 🇳🇱

1. Holland 🇳🇱
Staða á heimslista: 8
Hollendingar þykja nokkuð líklegir til afreka í Katar. Eftir að hafa ekki komist á HM 2018 þá hafa þeir hollensku þjappað sér vel saman og eru búnir að fara í gegnum 15 leiki í röð án taps fram að þessu móti. Hollenski hópurinn hefur oft verið sterkari á pappír en þetta er sterk liðsheild með góðan þjálfara. Hollendingar leyfa sér að dreyma um úrslitaleikinn, að minnsta kosti undanúrslitin.


Þjálfarinn: Louis van Gaal


Skemmtikrafturinn Van Gaal tók aftur við Hollandi í fyrra og liðið hefur verið að standa sig virkilega vel undir hans stjórn. Hann stýrði Hollandi í Brasilíu fyrir átta árum og þá var niðurstaðan þriðja sæti. Hann hefur verið að vinna með 3-4-1-2 kerfið í síðustu leikjum og hefur það verið að virka nokkuð vel. Líklegt er að leikirnir í Katar verði hans síðustu leikir á þjálfaraferlinum.



Lykilmaður: Virgil van Dijk


Van Dijk hefur kannski ekki átt sitt besta tímabil á ferlinum til þessa, en hann er enn einn besti miðvörður í heimi. Um það er engin spurning. Hann verður að eiga gott mót svo að Hollandi fari langt. Frenkie de Jong og Memphis Depay, sem hafa ekki verið í stórum hlutverkum hjá Barcelona, eru líka gríðarlega mikilvægir fyrir hollenska liðið. Þessir þrír leikmenn mynda kjarnann í liðinu.


Memphis Depay er langmarkahæstur í hollenska hópnum með 42 mörk. Hann er átta mörkum frá markameti Robin van Persie.



Fylgist með: Cody Gakpo


Leikmaður sem Manchester United hafði áhuga á að fá síðastliðið sumar. Hefur algjörlega sprungið út með PSV Eindhoven á tímabilinu og er búinn að vera besti leikmaður hollensku deildarinnar. Virkilega hæfileikaríkur leikmaður.

2. Senegal 🇸🇳
Staða á heimslista: 18
Við skjótum á það að Afríkumeistarar Senegal fari áfram með Hollendingum upp úr riðlinum. Senegal fór í átta-liða úrslitin árið 2002 og þeir eru með lið til að gera skemmtilega hluti á þessu móti. Þeir eru sterkt varnarlið með sterkan markvörð og svo sprengjur fram á við sem geta breytt leikjum. Senegal er bjartasta von Afríku á leið inn í mótið.



Þjálfarinn: Aliou Cisse


Var fyrirliði Senegal er liðið fór eftirminnilega í átta-liða úrslitin fyrir 20 árum. Hann spilaði meðal annars fyrir PSG og Birmingham á leikmannaferli sínum. Cisse hefur þjálfað landslið Senegal frá árinu 2015 og tókst honum að gera liðið að Afríkumeisturum í fyrsta sinn. Leikmenn eru tilbúnir að hlaupa í gegnum veggi fyrir hann og er hann gríðarlega vinsæll í heimalandinu.

Lykilmaðurinn: Sadio Mane


Enginn vafi á því. Langbesti leikmaður liðsins og mjög svo mikilvægur hvað varðar árangurinn hjá Senegal. Skipti frá Liverpool til Bayern München í sumar og hefur hann verið að finna taktinn í Þýskalandi eftir nokkuð brösuga byrjun. Kemur nokkuð heitur inn í mótið og er það gott fyrir Senegal.



Fylgist með: Ismaïla Sarr


Sarr og Mane eru frábært tvíeyki í sóknarleik Senegal sem geta hrellt andstæðinga sína allverulega. Það er rannsóknarefni hvernig Sarr er enn leikmaður Watford en hann gæti klárlega gert góða hluti í öflugu liði í ensku úrvalsdeildinni.

3. Ekvador 🇪🇨
Staða á heimslista: 44
Ekvador var með yngsta liðið í undankeppninni í Suður-Ameríku. Þetta er ungt og spennandi lið sem komst inn á mótið á kostnað Kólumbíu til dæmis. Þeir eru sterkir varnarlega og eru sérstaklega góðir í föstum leikatriðum. Þeir voru besta liðið af öllum liðunum í undankeppninni í Suður-Ameríku þegar kom að föstum leikatriðum og það er eitthvað sem ber að fylgjast með á HM.

Þjálfarinn: Gustavo Alfaro


Alfaro er sextugur Argentínumaður sem hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum. Hann þjálfaði Boca Juniors, eitt stærsta félagslið Argentínu, áður en hann var ráðinn sem þjálfari Ekvador árið 2020. Ekvador er fyrsta landsliðið sem hann þjálfar en hingað til hefur honum tekist vel upp í þessu starfi.

Lykilmaður: Moises Caicedo


Það er að koma upp spennandi kynslóð hjá Ekvador og fer þar Caicedo fremstur í flokki. Miðjumaður sem hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Brighton í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Virkilega spennandi leikmaður sem er nú þegar kominn með ábyrgðarmikið hlutverk í liði Ekvador þrátt fyrir ungan aldur.



Þetta er leikmaður sem gæti náð mjög langt á sínum ferli. Það er klárt mál.



Fylgist með: Piero Hincapie


Annar leikmaður í spennandi kynslóð sem er að koma upp hjá Ekvador. Miðvörður sem leikur með Bayer Leverkusen í Þýskalandi og gæti klárlega farið enn lengra. Hávaxinn og hefur allt til brunns að bera. Einnig verður gaman að fylgjast með Enner Valencia, fyrrum sóknarmanni West Ham, sem er með fyrirliðabandið hjá Ekvador.

4. Katar 🇶🇦
Staða á heimslista: 50
Það eru alltaf miklar kröfur gerðar á heimaþjóðina, en það verður ansi erfitt fyrir Katar að fara upp úr þessum riðli. Þetta er ekki eins og í handboltanum þar sem þeir geta bara keypt leikmenn og því verða þeir að þróa sína eigin leikmenn. Þeir hafa æft vel fyrir mótið og það mun hjálpa þeim að vera á heimavelli en hin liðin í riðlinum eru bara sterkari á þessum tímapunkti. Við höfum samt alveg séð óvæntari hluti gerast en að Katar komist upp úr riðlinum.

Þjálfarinn: Félix Sánchez


Spænskur þjálfari sem þjálfaði í akademíunni hjá Barcelona áður en hann fór til Katar árið 2006 til að þjálfa í Aspire-akademíunni. Hann hóf svo að þjálfa yngri landslið Katar og tók við A-landsliðinu 2017. Hann fær það stóra verkefni að stýra Katar á heimavelli og það verður fróðlegt að sjá hvernig hann stenst pressuna. Liðið hefur spilað flottan fótbolta undir hans stjórn og tókst að vinna Asíubikarinn 2019. Katarar vonuðust til þess að goðsögnin Xavi myndi stýra liðinu á HM en hann hafði ekki áhuga á því og fór til Barcelona.

Lykilmaðurinn: Almoez Ali


Markahæsti leikmaður landsliðsins en hann hefur gert 41 mark í 84 leikjum. Öflugur sóknarmaður sem leikur með Al-Duhail sem er eitt sterkasta liðið í Katar. Hann skoraði níu mörk og bætti met yfir flest mörk skoruð í einum Asíubikar árið 2019. Hann var markahæsti maður mótsins og skoraði þetta stórglæsilega mark í sjálfum úrslitaleiknum:



Fylgist með: Akram Afif


Afif, sem er 26 ára, er mjög svo spennandi leikmaður. Xavi, sem þjálfaði hann hjá Al Sadd, segir að það séu engin takmörk fyrir því hvað hann getur gert inn á fótboltavellinum. Ef Ali skorar þá er gott að giska á að sé Afif sem hafi lagt upp markið. Það verður spennandi að sjá hvað þessi leikmaður gerir á mótinu í vetur.



Opnunarleikurinn í mótinu verður þann 20. nóvember þegar Katar og Ekvador eigast við. Svo mætast Senegal og Holland degi síðar.

Leikirnir:

sunnudagur 20. nóvember
16:00 Katar - Ekvador (Al Bayt Stadium, Al Khor)

mánudagur 21. nóvember
10:00 Senegal - Holland (Al Thumama Stadium, Doha)

föstudagur 25. nóvember
13:00 Katar - Senegal (Al Thumama Stadium, Doha)
16:00 Holland - Ekvador (Khalifa International Stadium, Al Rayyan)

þriðjudagur 29. nóvember
15:00 Holland - Katar (Al Bayt Stadium, Al Khor)
15:00 Ekvador - Senegal (Khalifa International Stadium, Al Rayyan)
Athugasemdir
banner