Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
   mán 21. febrúar 2022 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Gumma skrifa undir eins og hálfs árs samning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Framtíð Guðmunds Þórarinssonar hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að samningur hans við New York City rann út eftir sigur í MLS deildinni.


Gummi hefur verið orðaður við ýmis lið og þá aðallega í Skandinavíu og virðist að öllum líkindum vera að á leið til Álaborgar.

Ekstra Bladet í Danmörku segir Gumma vera búinn að skrifa undir eins og hálfs árs samning við Álaborg, sem er fimm stigum eftir toppliði FC Kaupmannahafnar í dönsku toppbaráttunni.

Gummi er 29 ára gamall og býr yfir reynslu úr danska boltanum eftir að hafa spilað fyrir FC Nordsjælland frá 2014 til 2016. Hann hefur einnig spilað í norska boltanum og sænska auk bandaríska.

Gummi er fjölhæfur leikmaður og á tólf leiki að baki fyrir íslenska landsliðið. Hann á að leysa Frederik Børsting af hólmi sem gengur til liðs við Brann í sumar.

Sjá einnig:
Gummi Tóta á leið í læknisskoðun hjá Álaborg


Athugasemdir
banner
banner
banner