Guðmundur Þórarinsson virðist vera búinn að finna sér nýtt félag því hann er samkvæmt fjölmiðlamanninum Rikka G lentur í Álaborg í Danmörku.
Rikki segir að Gummi sé á leið í viðræður við félagið og læknisskoðun. Gummi er 29 ára gamall og getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og á miðsvæðinu. Hann á alls að baki tólf A-landsleiki fyrir Ísland.
Rikki segir að Gummi sé á leið í viðræður við félagið og læknisskoðun. Gummi er 29 ára gamall og getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og á miðsvæðinu. Hann á alls að baki tólf A-landsleiki fyrir Ísland.
Gummi hefur verið án félags frá því síðasta tímabili í bandarísku MLS-deildinni lauk. Hann varð meistari með New York City í Bandaríkjunum en samningur hans varð ekki framlengdur.
Álaborg, eða AAB, er í efstu deild í Danmörku og situr í 4. sæti deildarinnar eftir átján umferðir. Gummi hefur áður spilað í Danmörku en hann var leikmaður Nordsjælland tímabilið 2015-16.
Gummi er einnig tónlistarmaður og gæti sýnt listir sínar á því sviði á hinni frábæru Jomfru Ane Gade í Álaborg.
Sjá einnig:
„Einhvers staðar þar sem ég get átt gott líf og eignast smá meiri pening"
Athugasemdir