Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
banner
   sun 21. mars 2021 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
England: Misstu niður þriggja marka forystu gegn Arsenal
West Ham 3 - 3 Arsenal
1-0 Jesse Lingard ('15)
2-0 Jarrod Bowen ('17)
3-0 Tomas Soucek ('32)
3-1 Tomas Soucek ('38, sjálfsmark)
3-2 Craig Dawson ('61, sjálfsmark)
3-3 Alexandre Lacazette ('82)

West Ham United og Arsenal áttust við í Lundúnaslag og úr varð hin mesta skemmtun.

Hamrarnir byrjuðu af krafti og var Jesse Lingard, sem hefur farið feykilega vel af stað hjá sínu nýja félagi, búinn að skora fyrsta markið eftir stundarfjórðung. Hann tók þá vel á móti sendingu og kláraði með frábæru skoti í fjærhornið.

Skömmu síðar fengu Hamrarnir aukaspyrnu á hættulegum stað en í stað þess að skjóta tóku þeir spyrnuna fljótt á meðan vörn Arsenal var sofandi að hugsa um að stilla í varnarvegg. Boltinn barst til Jarrod Bowen sem kláraði vel úr þröngu færi.

Veislan var þó hvergi nærri búin því Tomas Soucek setti þriðja mark West Ham og virtist gera út um leikinn á 32. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Soucek aftur, nema í vitlaust mark í þetta skiptið. Hann fór fyrir skot Alexandre Lacazette og fór boltinn af Soucek og í netið.

Arsenal skipti um gír í síðari hálfleik en bæði lið héldu áfram að skapa sér færi. Gestunum tókst að minnka muninn á 61. mínútu með öðru sjálfsmarki, í þetta sinn var það Craig Dawson sem skoraði. Markið var nokkuð laglegt þar sem Dawson skoraði eftir fasta fyrirgjöf.

Mikil spenna var á lokakaflanum og náði Lacazette að gera jöfnunarmark á 82. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Nicolas Pepe.

Bæði lið reyndu að krækja í sigurmarkið en það hafðist ekki og urðu lokatölur 3-3 eftir stórskemmtilegan fótboltaleik.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner