Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
   sun 21. júlí 2024 13:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Juventus hafnaði fyrirspurn frá Chelsea
Kenan Yildiz
Kenan Yildiz
Mynd: EPA

Juventus hafnaði fyrirspurn Chelsea í tyrkneska framherjan Kenan Yildiz.


Þessi 19 ára gamli framherji er einn efnilegasti leikmaður ítalska liðsins en hann skoraði fjögur mörk í 32 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð.

Hann var með stórt hlutverk í tyrkneska landsliðinu sem komst í átta liða úrslit á EM í sumar þar sem liðið tapaði að lokum gegn Hollandi.

Yildiz á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Juventus en það eru viðræður í gangi um nýjan langtíma samning. Samningur sem gefur honumr rúmlega milljón evrur í laun yfir eitt tímabil að meðaltali er á borðinu. Leikmaðurinn vill hins vegar fá betra tilboð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner