Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Biðjast afsökunar á VAR-ruglingi
Mynd: Getty Images
Fyrirtækið sem sér um VAR-tæknina í ensku úrvalsdeildinni hefur beðist afsökunar á mistökum sem gerð voru í 1-1 jafntefli Tottenham og Watford um helgina.

Dele Alli jafnaði fyrir Spurs á 86. mínútu og bjargaði hann stigi fyrir heimamenn.

Christopher Kavanagh bað um að markið yrði skoðað með VAR þar sem grunur var um að Alli hefði handleikið boltann. Eftir að markið hafði verið skoðað, þá gaf Kavanagh merki um það að markið væri gott og gilt.

En á stórum skjá á vellinum, heimavelli Tottenham, kom upp að markið hefði ekki verið dæmt gott og gild: 'no goal'.

Þetta olli miklum ruglingi hjá þeim sem fylgdust með leiknum. Fyrirtækið, Hawk-Eye Innovations, hefur beðist afsökunar.

„Hawk-Eye biður stuðningsmenn Spurs og Watford afsökunar á ruglingnum sem skapaðist þegar röng mynd var send á stóra skjáinn. Við erum að vinna með dómarasambandinu og ensku úrvalsdeildinni til að skilja hvað gerðist nákvæmlega svo við getum komið í veg fyrir að þetta gerist aftur," segir í tilkynningu frá Hawk-Eye sem var birt á Twitter.

Markið hjá Alli má sjá hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner