Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   fim 21. desember 2023 15:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvað kostar Arnar Gunnlaugsson?
Norrköping vill fá Arnar.
Norrköping vill fá Arnar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kári og Arnar.
Kári og Arnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norrköping reynir nú að ná samkomulagi við Víking um kaupverð á þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni. Í grein Vísis fyrr í dag er eftir samtal við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, sagt að „Víkingar vilji að sjálsögðu sanngjarna greiðslu fyrir sinn sigursæla þjálfara."

Fótbolti.net ræddi við Kára og spurði hann hvað væri sanngjarnt verð. Er það jafnmikið og fyrir leikmann?

„Hvað finnst þér?" svaraði Kári. Undirritaður sagði að það væri hans mat að Arnar væri algjör lykilmaður hjá Víkingi. „Það svarar spurningunni." En hvernig er hægt að meta verðmæti þjálfarans?

„Það er rosa erfitt. Við vitum að það er búið að leika sér að einhverju leyti með íslensku félögin í gegnum tíðina. Sumir (leikmenn sem hafa verið keyptir) hafa verið rétt metnir en aðrir verið seldir á undirvirði. Það er búið að setja eitthvað hámark á íslenska leikmenn, ákveðin tala sem hefur ekki breyst."

„Þetta er eitthvað sem ekki mörg félög hafa staðið frammi fyrir í gegnum tíðina: að selja þjálfara. Það er erfitt að setja verðmiða á mann sem er búinn að vinna sex titla á fimm árum. Þetta er bara samtal milli okkar Norrköping."


Ertu sjálfur með tölu í huga? „Auðvitað erum við með tölu í huga sem við vinnum út frá." Er sú upphæð í líkingu við þá upphæð sem íslensk félög hafa fengið fyrir sölu á leikmönnum til Norðurlandanna? „Það er algjört trúnaðarmál," sagði Kári.

Vilja klára málið sem fyrst og að Arnar verði áfram
Eruði með einhverjar dagsetningu varðandi hvernig þið viljið haga þessu, hvenær þið viljið vera búnir að loka þessu?

„Við viljum helst að þessu ljúki sem fyrst og með því að hann verði áfram. Það er ekkert 'deadline' en þetta er eitthvað sem maður nennir ekki að vera í standa í fyrir jól," sagði Kári.
Athugasemdir
banner
banner