Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. febrúar 2021 11:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Ég bjóst við meiri látum"
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF.
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, var í síðustu viku kjörinn nýr formaður ÍTF, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum.

Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka því hann var sannfærður um ólögmæti framboðs Orra.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

Þar sagðist hann að skipst hafi verið á skoðunum á fundinum en ekki hafi verið eins mikil læti og búisr var við.

„Yfirleitt hafa þessir aðalfundir verið nokkuð þægilegir, spjall og rætt um tillögur og hugmyndir. Það var meira í uppsiglingu núna og skiptar skoðanir um þetta allt saman. Framkvæmdin þurfti að vera rétt og við fengum fundarstjóra," segir Birgir.

Lögmaðurinn Haukur Örn Birgisson var fundarstjóri og segir Birgir að hann hafi staðið sína vakt listilega vel.

„Geir var búinn að segja að ef það yrði samþykkt að framboð Orra væri lögmætt þá myndi hann ekki bjóða sig fram. Það fór svo þannig. Ég bjóst við meiri látum, auðvitað skiptust menn á skoðunum en ég myndi segj að þetta hafi gengið mjög vel. Fyrir snilli Hauks myndi ég segja," segir Birgir.

„Það eru allir með sína sýn á þetta en að lokum þá gekk þetta mjög vel. Ég tel að það hafi verið hollt fyrir þessi samtök að taka þetta samtal. Nú þarf bara að þétta raðirnar."

Vangaveltur hafa verið uppi um hvort formannsslagurinn muni draga dilk á eftir sér og hvort sundrungur muni skapast innan ÍTF, jafnvel einhver félög segja sig úr samtökunum.

„Ég held ekki og vona ekki. Ég viðurkenni samt að ég var hræddur um það fyrir fundinn," segir Birgir en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Fótboltapólitíkin með Birgi framkvæmdastjóra ÍTF
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner