Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. febrúar 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Bryndís Haraldsdóttir (Tindastóll)
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Murielle Murr Tiernan
Murielle Murr Tiernan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Margrét Hörpudóttir
Anna Margrét Hörpudóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chante Sandiford (nú Stjörnunni)
Chante Sandiford (nú Stjörnunni)
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Karitas Tómasdóttir (nú Breiðabliki)
Karitas Tómasdóttir (nú Breiðabliki)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jacqueline Altschuld
Jacqueline Altschuld
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Bryndís Rut er fyrirliði Tindastóls sem síðasta sumar sigraði Lengjudeildina og leikur því í Pepsi Max-deildinni í sumar, í fyrsta sinn! Bryndís skoraði eitt mark í leikjunum sautján sem Tindastóll lék.

Hún lék á sínum tíma fimm U19 landsleiki og á 100 leiki að baki í B-, og C-deild. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
„Við erum eins og ein stór fjölskylda"

Fullt nafn: Bryndís Rut Haraldsdóttir

Gælunafn: Brys, Bibba og Bryndie

Aldur: 26 ára.

Hjúskaparstaða: í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: það var fyrir 10 árum síðan með Tindastóli, árið 2011.

Uppáhalds drykkur: vatnið er gott, en ef ég þyrfti að velja mér drykk þá væri það kristall + rauður.

Uppáhalds matsölustaður: Saffran eða Serrano er í miklu uppáhaldi eins og er.

Hvernig bíl áttu: Toyota Corollu árgerð 2006, dísel vél. Hann er magnaður!

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: brooklyn 99, friends en svo er ég að horfa á GOT núna og þeir eru mjög góðir!

Uppáhalds tónlistarmaður: Birgitta Haukdal og Salka Sól, svo er ég lúmsk Lady gaga fan.

Uppáhalds hlaðvarp: Heimavöllurinn

Fyndnasti Íslendingurinn: Óli bróðir lætur mig alltaf hlægja, hvort það er að honum eða með honum er svo góð spurning.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: jarðaber, þrist og kókosbollu. vel mixað!

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: 20 kr afsláttur fyrir lykil/ korthafa olís og ob í dag 16. febrúar. gildir ekki thar sem laegsta verd ob.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Völsungi

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sveindís Jane

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: erfið spurning, þar sem ég hef tekið margt gott frá hverjum og einum þá er það erfitt að velja bara einn.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Chanté Saniford, hún er þrusugóð í markinu og því óþolandi að horfa á hana verja á móti liðinu!

Sætasti sigurinn: móti Gróttu, vorum 5-2 undir og endum sigur 6-5. sætt að vinna með comeback eftir ágætis skitu.

Mestu vonbrigðin: vinna ekki 2. deildina fyrir tveimur árum. Lentum í öðru sæti.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Karitas Tómasdóttir

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sveindís Jane

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Rúrik Gíslason, þó hann sé hættur.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Buffon átti alla mína athygli á yngri árum.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: langar að segja Hrafnhildur Björns, hún er lúmsk!

Uppáhalds staður á Íslandi: heimahagar, sveitin mín Brautarholt.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: hnéaði samherja í andlitið eftir hornspyrnu, samherji minn skoraði þar sem ég var alltof sein og negli í andlitið á henni. hún fyrirgaf mér það sem betur fer!

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: þarf alltaf að vera í sömu innanundirbuxunum og svo er ég smá rútíneruð.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: fylgist aðeins með körfuboltanum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X og Adidas predator, er með valkvíða.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: eðlisfræði líklegast.

Vandræðalegasta augnablik: Að prumpa í leik, það er vandró.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Murr, Jackie og Amber. Einfaldlega því að þær eru líklegastar til þess að fá ekki nóg af vitleysunni í mér og þá myndi ég mögulega fá að lifa þetta ævintýri af.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: elska bleikan, það er eiginlega fáránlegt hvað ég mikið af bleikum fötum.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Anna Margrét, það sem kemur stundum upp úr henni er alveg magnað. Húmoristi með meiru og svo vissi ég ekki að það væri hægt að vera svona utan við sig í lífinu eins og hún getur stundum verið, liðið elskar þig Anna.

Hverju laugstu síðast: hvað ég borðaði margar bollur á bolludeginum, gleymdi að telja eina með!

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: æfingar án bolta.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: myndi vilja spyrja Jurgen Klopp hvað væri the key to succes!


Amber Kristin Michel
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner