Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 22. febrúar 2022 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Juan Camilo líklega með slitið krossband - „Blýþungar niðurstöður"
Juan Camilo Perez
Juan Camilo Perez
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Juan Camilo Perez, leikmaður sem Breiðablik fékk frá Venesúela í vetur, er líklega með slitið krossband.

Þetta staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Leikmaðurinn meiddist gegn FC Kaupmannahöfn í lokaleik Breiðabliks í Arctic Cup æfingamótinu.

„Hann er að öllum líkindum með slitið krossband, rifinn liðþófa og tognað liðband. Hann kom inn á í hálfleik gegn FCK og var farinn út af tíu mínútum síðar eftir að hafa fengið slink á hnéð." sagði Óskar.

„Ég veit ekki hvort við þurfum að fá mann í staðinn. Þetta er nýskeð og menn eru bara að skoða stöðuna. Aðalmálið er hvað þetta er leiðinlegt fyrir hann og að finna bestu lausnina fyrir hann, hitt kemur svo í kjölfarið."

„Það var mjög þungt að missa Pétur Theódór í nóvember og það er mjög þungt að missa leikmann á þessum tímapunkti, óháð stöðu, þjóðerni eða hverju sem er. Þetta eru bara blýþungar niðurstöður og maður finnur til með leikmönnunum. Þetta eru erfið meiðsli,"
sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner