Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 22. febrúar 2022 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Juan Camilo líklega með slitið krossband - „Blýþungar niðurstöður"
Juan Camilo Perez
Juan Camilo Perez
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Juan Camilo Perez, leikmaður sem Breiðablik fékk frá Venesúela í vetur, er líklega með slitið krossband.

Þetta staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Leikmaðurinn meiddist gegn FC Kaupmannahöfn í lokaleik Breiðabliks í Arctic Cup æfingamótinu.

„Hann er að öllum líkindum með slitið krossband, rifinn liðþófa og tognað liðband. Hann kom inn á í hálfleik gegn FCK og var farinn út af tíu mínútum síðar eftir að hafa fengið slink á hnéð." sagði Óskar.

„Ég veit ekki hvort við þurfum að fá mann í staðinn. Þetta er nýskeð og menn eru bara að skoða stöðuna. Aðalmálið er hvað þetta er leiðinlegt fyrir hann og að finna bestu lausnina fyrir hann, hitt kemur svo í kjölfarið."

„Það var mjög þungt að missa Pétur Theódór í nóvember og það er mjög þungt að missa leikmann á þessum tímapunkti, óháð stöðu, þjóðerni eða hverju sem er. Þetta eru bara blýþungar niðurstöður og maður finnur til með leikmönnunum. Þetta eru erfið meiðsli,"
sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner