Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   fös 22. mars 2019 22:23
Elvar Geir Magnússon
Viðar Örn um fagnið og endurkomuna: Grín á móti gríni
Icelandair
Viðar fagnar.
Viðar fagnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson mætti aftur í landsliðið með stæl en hann skoraði annað mark Íslands í sigrinum gegn Andorra í kvöld.

Fótbolti.net ræddi við Viðar um markið, fagnið umtalaða og endurkomuna í landsliðið.

„Grín á móti gríni. Við erum að vinna með það. Menn eru alltaf að grínast í þessu. Ég og Kjarri erum góðir vinir og ég lokaði hringnum," sagði Viðar um fagnið sem hann beindi að Kjartani Henry.

„Ég er ekki sá eini sem hefur hætt í landsliðinu og komið aftur."

„Það hefur ekki alltaf fallið með manni í landsliðinu. Það var yndislegt að hafa áhrif svona og ná í þrjú stig. Við höfum ekki unnið í langan tíma."

Viðar kláraði frábærlega í markinu sínu.

„Ég fann það um leið og ég sparkaði að ég hitti hann mjög vel. Ég var nánast 100% viss um að hann væri inni. Við fengum hættuleg færi með fyrirgjöfum."

Lestu um leikinn: Andorra 0 -  2 Ísland

Ánægður með að fá símtalið frá Hamren
Viðar var kallaður inn í landsliðshópinn í vikunni en í viðtalinu sagði hann frá samskiptum sínum við Hamren.

„Ég hitti hann fyrir einum og hálfum mánuði sirka. Ég sagði við hann að ég hefði ekki spilað mikið í Rússlandi. Þegar ég var kominn í Hammarby þá fékk ég símtal frá honum. Ég hugsaði að það gæti verið gott fyrir mig að fá strax leik og ákvað að slá til. Ég var mjög ánægður með að fá símtalið," sagði Viðar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner