Unai Emery stjóri Aston Villa er sagður vera undir smásjá Bayern en Thomas Tuchel mun yfirgefa félagið í sumar.
BILD greinir frá því að hann sé efstur á blaði hjá félaginu en hann hefur náð eftirtektaverðum árangri hjá Aston Villa.
Villa sat í 16. sæti í nóvember á síðasta tímabili þegar Emery tók við af Steven Gerrard og honum tókst að rífa liðið alla leið upp í 7. sæti. Í dag er liðið í 4. sæti og komið í undanúrslit Sambandsdeildarinnar.
Emery var spurður út í áhuga Bayern í gær.
„Ég er hundrað prósent einbeittur hérna," sagði Emery.
Athugasemdir