Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   lau 22. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Copa América í dag - Lærisveinar Heimis mæta Mexíkó
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir á dagskrá í Copa América í kvöld og í nótt, en mótið fer fram í Bandaríkjunum.

Moisés Caicedo, Piero Hincapié, Kendry Páez og félagar í öflugu landsliði Ekvador eiga leik við Venesúela áður en Heimir Hallgrímsson mætir til leiks með landsliði Jamaíku.

Jamaíka spilar við Mexíkó í nótt og verður afar áhugavert að fylgjast með gengi liðsins, sem er með leikmenn á borð við Michail Antonio, Leon Bailey og Bobby Decordova-Reid innanborðs.

Mexíkó mun reynast ansi erfiður andstæðingur þó að langflestir leikmenn landsliðsins leiki fyrir félög í heimalandinu.

Liðin fjögur sem mæta til leiks í nótt eru saman í B-riðli mótsins.

Leikir kvöldsins:
22:00 Ekvador - Venesúela
01:00 Mexíkó - Jamaíka
Athugasemdir
banner
banner
banner