Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. september 2022 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Enginn áhugi á leik Íslands í Austurríki
Leikmenn Íslands mæta til leiks í dag.
Leikmenn Íslands mæta til leiks í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Örvar Arnarsson
Það er óhætt að segja að það sé ekki mikill áhugi fyrir æfingaleik Íslands og Venesúela sem fram fer í Austurríki í dag.

Lestu um leikinn: Venesúela 0 -  1 Ísland

Leikurinn fer fram á heimavelli Admira Wacker Mödling í úthverfi Vínarborgar, höfuðborgar Austurríkis.

Það er ekki mikill áhugi á þessum leik í Austurríki og eru um 20 manns í stúkunni. Hörður Magnússon kom inn á það að leikurinn hefði verið lítið sem ekkert auglýstur ytra og fólk viti kannski ekki að hann fari þarna fram. Hann er opinn almenningi en fer eiginlega fram í kyrrþey.

Það hefði líklega verið meiri áhugi á þessum leik fyrir sex árum þegar íslenska liðið var upp á sitt besta, en liðið hefur ekki verið að ná í góð úrslit upp á síðkastið.

„Það er ansi notalegt hérna á vellinum. Ég er jú eini fjölmiðlamaðurinn sem hér er staddur svo menn eru lítið að stressa sig á hlutunum. Milt og gott veður. Hálfskýjað og 15 gráður. Völlurinn mjög góður að sjá," skrifaði Örvar Arnarsson í beinni textalýsingu frá leiknum og bætti við:

„Þessi leikur verður algjörlega áhorfendalaus... minnir fullmikið á Covid tímann drepleiðinlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner