Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   fös 22. september 2023 16:02
Elvar Geir Magnússon
Gylfi byrjar á bekknum - Þrír Íslendingar í byrjunarliðinu
Gylfi Þór Sigurðsson spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Lyngby í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Lyngby í dag.
Mynd: Lyngby
Íslendingaliðið Lyngby, sem Freyr Alexandersson stýrir, á leik gegn Vejle Boldklub í leik sem hefst klukkan 17:00. Lyngby er í sjötta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en Vejle er í ellefta sæti.

Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal varamanna Lyngby í leiknum en búist er við því að hann komi inn af bekknum og spili sinn fyrsta leik í tvö ár.

„Ég valdi Lyngby aðallega út af Frey (Alexanderssyni). Ég talaði líka við Alfreð (Finnbogason) um félagið. Allt sem þeir höfðu að segja var mjög jákvætt og þetta virtist bara vera rétti staðurinn fyrir mig til þess að spila fótbolta aftur," sagði Gylfi í vikunni.

Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen eru allir í byrjunarliði Lyngby.


Athugasemdir
banner
banner