Valur 1 - 1 Breiðablik
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('58 , víti)
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('98 , víti)
Lestu um leikinn
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('58 , víti)
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('98 , víti)
Lestu um leikinn
Valur fékk Breiðablik í heimsókn í mikilvægum leik síðasta leiknum í fyrstu umferð í efri hlutanum í Bestu deildinni í kvöld.
Valur þurfti á sigri að halda til að missa Víkinga ekki fimm stigum frá sér í baráttunni um titiliinn. Breiðablik þurfti hins vegar nauðsynlega á sigri að halda til að vera með í baráttunni um Evrópusæti.
Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur. Blikar voru nálægt því að skora snemma leiks þegar boltinn fór af Hólmari Erni Eyjólfssyni en Orri Sigurður Ómarsson bjargaði á línu.
Stuttu síðar átti Birkir Heimisson þrumuskot í slá hinu megin.
Valsmenn ógnuðu mikið undir lok fyrri hálfleiks en tókst ekki að setja boltann í netið.
Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik átti Kristófer Ingi Kristinsson gott skot að marki Vals en Ögmundur Kristjánsson, sem var í marki Vals í kvöld, varði vel frá honum. Stuttu síðar fékk Breiðablik vítaspyrnu þegar Markus Nakkim braut klaufalega á Tobias Thomsen.
Höskuldur Gunnlaugsson steig á punktinn og skoraði af öryggi. Ögmundur fór í vitlaust horn.
Strax í kjölfarið ógnuðu Valsmenn mikið. Lúkas Logi Heimisson átti hörkuskot í slá. Valur fékk síðan hornspyrnu, Anton Ari Einarsson náði ekki að halda boltanum og Hólmar og Bjarni Mark Antonsson voru í boltanum í markteignum en boltinn fór yfir markið.
Undir lok venjulegs leiktíma átti Aron Jóhannsson skalla rétt framhjá markinu.
Átta mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Valur víti þegar Valgeir Valgeirsson fékk boltann í höndina.
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraðii af öryggi úr vítinu og jafnaði metin. Valsmenn fengu tvær hornspyrnur í blálokin en tókst ekki að nýta sér það og jafntefli niðurstaðan.
Breiðablik hefur ekki unnið leik síðan liðið vann Vestra 19. júlí. Valur, sem er án sigurs í síðustu þremur leikjum, er í 2. sæti með 41 stig, fjórum stigum á eftir Víkingi og jafn mörg stig og Stjarnan. Breiðablik er í 4. sæti með 35 stig.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 23 | 13 | 6 | 4 | 49 - 28 | +21 | 45 |
2. Valur | 23 | 12 | 5 | 6 | 54 - 36 | +18 | 41 |
3. Stjarnan | 23 | 12 | 5 | 6 | 43 - 35 | +8 | 41 |
4. Breiðablik | 23 | 9 | 8 | 6 | 38 - 36 | +2 | 35 |
5. FH | 23 | 8 | 7 | 8 | 41 - 35 | +6 | 31 |
6. Fram | 23 | 8 | 5 | 10 | 33 - 33 | 0 | 29 |
Athugasemdir