Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. nóvember 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg náði merkilegum áfanga
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið mætti Crystal Palace á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Leikurinn var bráðfjörugur og endaði með 3-3 jafntefli.

Með því að spila leikinn, náði Jóhann Berg merkilegum áfanga með Burnley; hann spilaði sinn 150. leik fyrir félagið.

„Ég er stoltur af þessu afreki," skrifaði Jóhann Berg á Twitter og má hann svo sannarlega vera það.

Hinn 31 árs gamli Jóhann Berg kom til Burnley fyrir rúmum fimm árum síðan frá Charlton. Þar áður lék hann með AZ Alkmaar í Hollandi og Breiðabliki hér á landi.

Jóhann Berg á að baki 81 A-landsleik fyrir Ísland og hefur hann skorað í þeim átta mörk.


Athugasemdir
banner
banner