Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 22. nóvember 2021 22:00
Brynjar Ingi Erluson
„Þeir verða auðvitað ósammála stundum og það kemur okkur ekkert við"
Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástbjörn Þórðarson og Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmenn Keflavíkur, voru viðmælendur hjá Sæbirni Steinke í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn á Fótbolti.net en þeir ræddu ágreiningin sem varð hjá þjálfurunum fyrir mótið í sumar.

Í maí var greint frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að þeir Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefðu lent upp á kant fyrir mót sem varð til þess að Eysteinn tók sér nokkurra daga frí.

Eysteinn svaraði spurningum um málið eftir 4-2 tap Keflavíkur gegn Fylki þann 21. maí og sagði þessi máli vera leyst en leikmennirnir fundu þó ekki fyrir einhverri kergju á milli þeirra.

„Já, það var útskýrt að annar þjálfarinn ætlaði að taka sér smá frí yfir helgina. Það var enginn að pæla í því og þegar þetta kom í fjölmiðla þá var ég búinn að steingleyma þessu," sagði Rúnar Þór.

„Allir að spyrja hvort allt hafi verið brjálað og ég náttúrlega sagði bara nei. Ég var búinn að steingleyma þessu og þeir leystu þetta strax held ég. Þetta var ekkert tekið inn í hópinn."

„Mér fannst við lítið finna fyrir þessu ef það hefði verið einhver kergja á milli þeirra. Þeir hafa dílað þetta vel á milli sín,"
bætti Ástbjörn við.

Rúnar segir þetta eðlilegt að menn rífist þegar það eru tveir aðalþjálfarar.

„Auðvitað verða einhver rifrildi þegar það eru tveir aðalþjálfarar og með mismunandi skoðanir. Þeir verða auðvitað ósammála stundum og það kemur okkur ekkert við. Þeir leysa þetta sín á milli og segja okkur eitthvað. Þetta er bara þeirra á milli," sagði hann í lokin.

Eysteinn Húni verður ekki í þjálfarateymi Keflavíkur á næsta tímabili en honum var sagt upp störfum. Sigurður Ragnar verður aðalþjálfari og Haraldur Freyr Guðmundsson honum til aðstoðar.
Enski boltinn - Keflvískt bakvarðauppgjör
Athugasemdir
banner
banner
banner