Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. nóvember 2021 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Tveir Argentínumenn á lista yfir bestu þjálfara ársins
Lionel Scaloni er tilnefndur
Lionel Scaloni er tilnefndur
Mynd: Getty Images
Sjö þjálfarar koma til greina sem þjálfari ársins en FIFA opinberaði tilnefningarnar í dag.

Argentína er með tvo fulltrúa, þá Lionel Scaloni og Diego Simeone en Scaloni vann Suður-Ameríkubikarinn með argentínska landsliðinu á meðan Simeone stýrði Atlético Madríd til sigurs í spænsku deildinni.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er á listanum eftir að liðið vann Meistaradeild Evrópu. Pep Guardiola, Antonio Conte og Roberto Mancini fá þá allir pláss á listanum.

Guardiola gerði Manchester City að Englandsmeisturum og þá vann liðið enska deildabikarinn. Antonio Conte gerði Inter að ítölskum meisturum og Roberto Mancini vann Evrópumótið með Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner