Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mán 23. janúar 2023 11:40
Elvar Geir Magnússon
Stigafrádráttur Juventus bara toppurinn á ísjakanum
Þær risastóru fréttir bárust á föstudag að 15 stig voru dregin af ítalska stórliðinu Juventus. Félagið er undir rannsókn vegna alvarlegra fjársvika þar sem svindlað hefur verið í bókhaldi og leikmönnum greitt svart.

Ítalskir fjölmiðlar tala um að enn fleiri stig gætu verið dregin af liðinu. Íþróttafréttakonan Susy Campanale segir að þetta sé aðeins upphafið og telur að fleiri félög gætu farið undir kastljósið.

„Ef þú heldur að Juve sé eina félagið sem hefur farið framhjá reglum þá skjátlast þér. Félagið hefur auk þess verið í viðskiptum við önnur félög sem voru meðvituð um hvernig málin gengu fyrir sig, félög eins og Atalanta, Sassuolo og Barcelona," segir Campanale.

Þessi stigafrádráttur hefur gert það að verkum að Juventus hrapaði úr þriðja sæti deildarinnar. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Atalanta í gær og situr nú í níunda sæti, fjórtán stigum frá Meistaradeildarsæti.

„Manni líður eins og það sem maður hefur afrekað sé tekið frá manni," sagði Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, eftir leikinn í gær. „Ég veit ekki hvort við getum náð Meistaradeildarsæti. En við erum ekki bara í deildinni, það er bikarinn og Evrópudeildin líka. Liðið verður bara að hugsa út í það sem það getur haft áhrif á. Það er bara eitt skref í einu og ómögulegt að vita hvað framtíðin ber í skauti sér."

Andrea Agnelli, fyrrum forseti Juventus, sagði af sér ásamt allri stjórninni í nóvember þegar þeir vissu hvað væri í aðsigi. Agnelli, og fleiri stjórnarmenn, hafa verið dæmdir í tveggja ára bann frá aðkomu að fótbolta.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner
banner