
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands gerir sex breytingar á byrjunarliði Íslands sem mætir Kósovó í umspili um áframhaldandi sæti í B-deild Þjóðardeildar karla klukkan 17:00.
Kósovó vann fyrri leik liðanna í Pristína 2-1 en í dag mætast þau í heimaleik Íslands á Murcia á Spáni.
Kósovó vann fyrri leik liðanna í Pristína 2-1 en í dag mætast þau í heimaleik Íslands á Murcia á Spáni.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 3 Kósovó
Aðeins fimm leikmenn sem byrjuðu fyrri leikinn eru í byrjunarliðnu í dag. Aron Einar Gunnarsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Hákon Arnar Haraldsson, Logi Tómasson og Mikael Egill Ellertsson fara út úr liðinu.
Hákon Rafn Valdimarsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Sverrir Ingi Ingason, Albert Guðmundsson og Orri Steinn Óskarsson halda byrjunarliðssæti sínu.
Inn í liðið koma þeir Stefán Teitur Þórðarson, Þórir Jóhann Helgason, Valgeir Lunddal Friðriksson, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson og Jón Dagur Þorsteinsson.

Athugasemdir