Guardian segir að Marcus Rashford ætli að ákveða framtíð sína í fyrsta lagi um miðjan júní. Hans vilji sé að yfirgefa Manchester United og fara í félag í Meistaradeildinni.
Framherjinn vilji þó ekki ganga í raðir félags sem er í Lundúnum.
Framherjinn vilji þó ekki ganga í raðir félags sem er í Lundúnum.
Rashford var lánaður til Villa í janúar eftir að samband hans við Rúben Amorim súrnaði og er talið mjög ólíklegt að hann spili aftur fyrir United meðan Portúgalinn er við stjórnvölinn.
Mikil ánægja er með Rashford hjá Villa og þar hefur hann myndað öflugt samband við hópinn og stjórann Unai Emery. Hann er með fjögur mörk og sex stoðsendingar í sautján leikjum. Villa er með klásúlu um að geta keypt Rashford fyrir 40 milljónir punda ef leikmaðurinn samþykkir samning.
Umboðsmenn Rashford ætla að bíða þar til um miðjan júní með að ræða um framtíð hans. United er tilbúið að selja leikmanninn og er að horfa til Matheus Cunha hjá Wolves og Liam Delap hjá Ipswich til að bæta sóknarlínuna.
Villa er ekki í Meistaradeildarsæti sem stendur, eftir að hafa tapað gegn Manchester City í gær.
Athugasemdir