Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 23. maí 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 7. umferð - Einhver helsti þjónn og foringi þessa liðs
Daníel Laxdal (Stjarnan)
Daníel Laxdal.
Daníel Laxdal.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Daníel Laxdal er sterkasti leikmaður 7. umferðar Bestu deildar karla að mati Fótbolta.net en hann hefur verið að spila frábærlega sem djúpur miðjumaður. Stjarnan vann 2-0 útisigur gegn KA á Dalvík um liðna helgi.

„Frábær fyrir framan vörnina og var tilbúinn í að taka hlaup upp völlinn til að styðja við sóknina líka. Frábær í dag og stöðvaði ófáar sóknartilraunir hjá KA," skrifaði Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net.

Talað hefur verið um að Stjörnunni hafi vantað djúpan miðjumann fyrir átökin í sumar.

„Danni hefur hlaupið í þessa stöðu í gegnum stöðuna þegar það hefur vantað en núna er hann búinn að spila þessa stöðu í síðustu tveimur leikjum. Ég kallaði mikið eftir því að það vantaði djúpan miðjumann. Daníel Laxdal er einhver helsti þjónn og foringi þessa liðs og félags frá upphafi," sagði Máni Pétursson, stuðningsmaður Stjörnunnar og sérfræðingur á Stöð 2 Sport.

„Hann er fyrir öllu og það er alveg skiljanlegt að KA-menn voru að taka slæmar ákvarðanir á síðasta þriðjungi því Daníel var alls staðar. Þú ert með unga stráka í liðinu til að hlaupa, djöflast og vera úti um allt því það er erfitt að eiga við þá en Daníel er alls staðar og er búinn að vera algjörlega stórkostlegur."

„Hann er búinn að breyta varnarleik Stjörnunnar alveg þvílíkt. Miðjan er búin að vera mjög öflug í síðustu tveimur leikjum. Fyrst Stjarnan ætlar að vera með einn djúpan þá þarf það að vera einhver og Daníel Laxdal er algjörlega maðurinn í það. Gústi er búinn að sjá það að þetta er eina vitið," sagði Máni.

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, hrósaði samherja sínum í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Danni er bara geggjaður, það er ekki annað hægt að segja. Það sem hann gefur okkur með vinnslunni í sér, djöflast allan tímann og vinnur marga bolta. Hann er bara herra Stjarnan, eigum við ekki að segja það?" sagði Þórarinn.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 7. umferðar

Leikmenn umferðarinnar:
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner