Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   sun 23. júní 2024 13:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd vill ráða Van Nistelrooy
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: EPA
Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy er eftirsóttur þessa dagana. Það var sagt frá því í síðustu viku að hann væri nálægt því að taka við Burnley.

En núna fjallar Fabrizio Romano um það að Manchester United vilji ráða hann inn í sitt þjálfarateymi.

Hinn 47 ára gamli Van Nistelrooy stýrði síðast PSV Eindhoven og gerði liðið að hollenskum bikarmeistara. Hann var þar áður aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins.

Van Nistelrooy þekkir Man Utd vel eftir að hafa spilað og skorað mikið fyrir félagið á sínum tíma.

Erik ten Hag stýrir Man Utd áfram á næsta tímabili en hann er eins og Van Nistelrooy frá Hollandi.

Van Nistelrooy mun taka ákvörðun um sína framtíð fljótlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner