Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. júlí 2024 13:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Hrafn í Stjörnuna (Staðfest) - Sveinn Gísli á leið aftur í Fylki
Jón Hrafn Barkarson.
Jón Hrafn Barkarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Félagaskiptaglugginn er galopinn og félögin í Bestu deildinni að gera breytingar á sínum leikmannahópum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Stjarnan sett sig í samband við Leikni og hafið viðræður við Jón Hrafn Barkarson leikmann félagsins.

Jón Hrafn er tvítugur kantmaður sem uppalinn er hjá Stjörnunni en skipti yfir í Leikni fyrir tímabilið 2021. Hann er byrjunarliðsmaður í liði Leiknis en samningur hans rennur út í lok árs og því mega önnur félög ræða við hann gegn því að láta Leikni fyrst vita.

Jón Hrafn hefur einu sinni í sumar verið í liði umferðarinnar í Lengjudeildinni.

Uppfært 13:22: Jón Hrafn hefur fengið félagaskipti í Stjörnuna og er kominn með leikheimild. Hann hefur því spilað sinn síðasta leik fyrir Leikni, í bili allavega.

Þá er endurkoma í kortunum í Árbænum því Sveinn Gísli Þorkelsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leiðinni þangað á láni frá Íslands- og bikarmeisturum Víkings.

Sveinn Gísli hefur komið við sögu í þremur deildarleikjum og einum bikarleik á þessu tímabili og var ónotaður varamaður gegn KA á laugardaginn.

Hann er stór og stæðilegur varnarmaður sem getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður. Á síðasta tímabili spilaði hann ellefu leiki með Fylki og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í deildinni.

Sveinn Gísli er uppalinn ÍR-ingur sem var keyptur til Víkings fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann er fæddur 2003 líkt og Jón Hrafn.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner