Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 23. ágúst 2019 17:41
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: thorsport 
Aron Einar: 22 gráður á vellinum en 38 fyrir utan
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson fóru vel af stað á nýju tímabili með Al-Arabi í katarska boltanum í dag.

Aron Einar lék allan leikinn í 3-1 sigri og voru þeir félagarnir kátir að leikslokum.

„Við gáfum lítið af færum á okkur og héldum boltanum vel. Við leyfðum þeim ekki að gera sig hættulega nema í markinu, sem kom til vegna einstaklingsgæða," sagði Heimir að leikslokum.

„Strákarnir gerðu ekki mistök í dag og það réði úrslitum. Við erum með mjög sterkt lið en áttum okkur á því að samkeppnin er líka gríðarlega öflug. Næsti leikur er gegn Duhail sem er eitt erfiðasta liðið í deildinni. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir þann leik núna."

Aron Einar gaf einnig færi á sér í viðtal eftir leikinn og talaði um muninn á hitastigi innan og utan vallar.

„Það var mjög gott að byrja á sigri eftir misjafnt gengi á undirbúningstímabilinu. Það er munur á fótboltanum hér og á Englandi og aðstæður eru töluvert öðruvísi," sagði Aron.

„Það er fyndið að spila í 22 gráðu hita þegar það eru 38 gráður fyrir utan leikvanginn. Loftræstinginn er greinilega að virka vel."

Góð loftræsting er gríðarlega mikilvæg vegna hitans í Katar. Knattspyrnusambandið þar í landi hefur lofað góðri loftræstingu á heimsmeistaramótinu sem verður haldið þar í landi 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner