Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fös 23. september 2022 19:14
Arnar Laufdal Arnarsson
Kolbeinn Þórðar: Lofa þér við sköpum fleiri færi í næsta leik
Vonum að Kolbeinn hafi rétt fyrir sér
Vonum að Kolbeinn hafi rétt fyrir sér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U-21 árs landsliðið tapaði í dag 1-2 fyrir Tékklandi í fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti á EM U-21 árs sem er á næsta ári.

Kolbeinn Þórðarson var til viðtals eftir leik hjá Fótbolta.net, hvernig metur hann þessi úrslit að fara til Tékklands með tap á bakinu?

"Klárlega eitthvað sem við ætluðum ekki að gera, mér fannst við fá svolítið ódýr mörk á okkur, sérstaklega fyrra markið. Svona er bara fótbolti og við förum með sjálfstraust til Tékklands. Við sáum það í þessum leik að þegar við spilum af krafti og látum boltan fljóta og þorum að spila fram á við þá eiga þeir engin svör við því sem við erum að gera"

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Tékkland U21

Það var samt ekki mikið um það sem Kolbeinn nefnir, spila fram á við og láta boltan fljóta mikið þar sem íslenska liðið skapaði sér lítið í leiknum, aðallega undir lokin þegar Tékkarnir voru varnir að verja forystuna.

"Nei það vantaði smá upp á síðustu sendingarnar, vorum oft komnir í fínar stöður við teigin hjá þeim en svo varð bara ekkert úr því og þetta er bara eitthvað sem við verðum að skoða fyrir næsta leik og ég lofa þér því við munum skapa fullt af færum í næsta leik"

Kolbeinn er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum aftan í læri og hann fór út af seint í seinni hálfleik, var það lærið að hrjá hann?

"Nei ég finn ekkert til í lærinu, ég fann bara að ég væri kominn með krampa og strauma í báða kálfana og bæði lærin og ég var orðinn bara aðeins of þreyttur til þess að halda áfram"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Kolbeinn um tíma sinn hjá Lommel og hafði hann áhugaverða hluti að segja um það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner