Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. september 2022 14:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vantar tvær stærstu stjörnurnar í lið Tékklands
Adam Karabec.
Adam Karabec.
Mynd: Getty Images
Það er búið að opinbera byrjunarliðin fyrir leik Íslands og Tékklands í umspilinu hjá U21.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Tékkland U21

Í tékkneska liðinu er leikmaður sem tékkneska þjóðin vonist til að verði arftaki Tomas Rosicky sem gerði garðinn frægan hjá Arsenal og Dortmund á sínum ferli en lagði skóna á hilluna 2017.

Sá leikmaður er hins vegar ekki í leikmannahópi Tékka gegn Íslandi í dag.

Um er að ræða hinn 19 ára gamla Adam Karabec, sem leikur með Sparta Prag í heimalandinu.

Ekki er vitað af hverju hann er ekki með en hægt er að lesa ítarlega grein um hann með því að smella hérna.

Þá er hinn tvítugi Adam Hložek ekki heldur með, en ef hann væri í hópnum þá væri hann efalaust stærsta stjarnan í liðinu. Hann leikur með Bayer Leverkusen í Þýskalandi, en er í A-landsliðinu frekar en U21.

„Þetta er svipað og hjá Íslandi. Hjá Íslandi eru 6-7 leikmenn í A-landsliðinu sem gjaldgengir eru í U21. Mér finnst að ef leikmaður fer í A-landsliðið þá eigi hann að vera þar og berjast um sætið þar. Ég held að þetta sé eins hjá Íslandi og okkur," sagði Jan Suchopárek, þjálfari Tékklands, við Fótbolta.net í gær.

Það vantar líka í íslenska landsliðið því Kristian Nökkvi Hlynsson og Kristall Máni Ingason eru fjarri góðu gamni.
Athugasemdir
banner
banner
banner