Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 23. nóvember 2020 22:12
Brynjar Ingi Erluson
England: Walcott skoraði er Southampton gerði jafntefli við Wolves
Theo Walcott fagnar marki sínu
Theo Walcott fagnar marki sínu
Mynd: Getty Images
Wolves 1 - 1 Southampton
0-1 Theo Walcott ('58 )
1-1 Pedro Neto ('75 )

Wolves og Southampton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Pedro Neto jafnaði fyrir heimamenn þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum.

Alex McCarthy, markvörður Southampton, varði meistaralega frá Nelson Semedo á sjöttu mínútu. Theo Walcott fékk tækifærið í framlínu Southampton í dag og skapaði sér færi á fimmtándu mínútu.

Gestirnir vildu fá vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar er boltinn hrökk af handleggnum á Semedo en ekkert var dæmt.

Wolves átti nokkur góð færi í fyrri hálfleiknum en McCarthy sá við því.

Walcott kom Southampton yfir á 58. mínútu eftir sendingu frá Che Adams. Fyrsta mark Walcott fyrir Southampton í fimmtán ár. Tíu mínútum síðar komst hann í gegn en skaut framhjá markinu á einhvern ótrúlegan hátt.

Pedro Neto jafnaði leikinn á 75. mínútu. Raul Jimenez, sem átti afar slakan leik, átti skot sem fór í stöng og þaðan til Neto sem skoraði örugglega.

Jimenez kom boltanum í netið með skalla stuttu eftir jöfnunarmarkið en var réttilega dæmdur rangstæður. Lokatölur 1-1 og Wolves með 14 stig á meðan Southampton er með 17 stig og í toppmálum.
Athugasemdir
banner
banner
banner