Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. nóvember 2021 19:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Lewandowski með hjólhestaspyrnu í snjónum
Magnaður.
Magnaður.
Mynd: Getty Images
Pólska markamaskínan Robert Lewandowski kom Bayern München á bragðið gegn Dynamo Kiev í Meistaradeildinni í kvöld.

Markið sem hann skoraði í snjókomunni í Úkraínu var svo sannarlega ekki af verri gerðinni.

Það er hægt að skoða það með því að smella hérna.

Lewandowski hefur skorað í níu leikjum í röð í Meistaradeildinni og er fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem gerir það tvisvar; að skora í níu leikjum í röð eða meira í þessari frábæru keppni.

Á Lewandowski skilið Ballon d'Or?
Lewandowski er einn besti sóknarmaður í heimi, ef ekki sá besti. Hann hefði eflaust unnið Ballon d'Or gullknöttinn ef verðlaunum hefði ekki verið aflýst vegna kórónveirufaraldursins. Það var furðulegt að aflýsa verðlaunum þar sem fótboltinn hélt áfram á endanum.

Í næstu viku verða verðlaunin afhent besta leikmanni í heimi árið 2021. Verður það Lewandowski? Hann gerir sterkt tilkall þar sem hann hefur átt stórkostlegt ár með Bayern og skorað í hverjum leiknum á fætur öðrum. Líklegra þykir þó að Lionel Messi fái verðlaunin, en það verður að koma í ljós hvað gerist.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner