Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 24. janúar 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexander Helgi verður ekki með Blikum í sumar (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Helgi Sigurðarson mun ekki spila með Breiðabliki á komandi tímabili.

Alexander er 25 ára miðjumaður og uppalinn Bliki. Hann er í námi í Svíþjóð og mun spila með Vasalund í þriðju efstu deild sænska boltans. Fyrst var greint frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á dögunum. Vasalund féll úr næstefstu deild á liðinni leiktíð.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í lok síðasta tímabils að Alexander yrði líklega ekki með Breiðabliki á komandi tímabili. Í dag staðfesti hann það í samtali við Fótbolta.net.

„Hann er farinn til Svíþjóðar og er að fara spila með Vasalund með fram námi. Það er pottþétt að hann mun ekki spila með okkur í sumar," sagði Óskar.

Sjá einnig:
Alexander Helgi á leið í nám til Svíþjóðar (23. sept '21)
Vildi ekki tjá sig um Mikkel Qvist sem sagður er á leið í Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner