Markvörðurinn Beitir Ólafsson lagði hanskana á hilluna í síðasta mánuði. Beitir er 36 ára gamall og varði mark KR síðustu sex ár ferilsins. Áður hafði hann leikið með HK, Aftureldingu, Ými, Keilu og Keflavík.
Hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2019 en kallaði þetta gott eftir að tímabilinu 2022 lauk. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali í október að Beitir væri til í að taka eitt ár í viðbót en ekkert varð úr því.
Hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2019 en kallaði þetta gott eftir að tímabilinu 2022 lauk. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali í október að Beitir væri til í að taka eitt ár í viðbót en ekkert varð úr því.
Fótbolti.net ræddi við Rúnar í gær og spurði hann út í Beiti.
„Við áttum mjög gott samtal, við Beitir. Aðstæður gerðu það að verkum að báðir aðilar voru ekkert alveg á sömu línunni með þetta allt saman. Hann ákvað á endanum að segja þetta gott. Það voru bara fín endalok á milli okkar, ekkert illt og allt í góðu. Beitir er kominn á aldur og við svona kannski farnir að hugsa meira um einhverja framtíð. Hann er algjör toppmaður og alltaf sárt að sjá á eftir góðum mönnum hætta og fara. En þannig er þetta bara í fótbolta, maður má ekki alltaf láta tilfinningarnar taka völdin þegar maður tekur ákvarðanir. Því miður endaði þetta svona, einhvern tímann kemur að því að maður þarf að hætta í fótbolta."
„Það er mikill söknuður í klefanum af Beiti og hans nærveru, hann var algjörlega frábær fyrir okkur."
Rúnar sagði fyrir tímabilið 2019 að hann væri með besta markvörðinn á Íslandi í Beiti.
Sjá einnig:
Rúnar: Var ekkert að grínast þegar ég sagði þetta um Beiti
„Beitir kemur inn hjá Willum, árið 2017. Hann var nánast hættur í fótbolta, þá voru mikil meiðsli í herbúðum KR og við fáum hann inn. Hann er búinn að reynast KR ofboðslegur fengur, bæði innan vallar sem utan. Hann er frábær drengur, geggjaður í klefanum, alltaf yfirvegaður, æfði vel og spilaði frábær tímabil fyrir okkur. Ég hef ekkert annað en gott um hann að segja. Það er alltaf mikill missir í svona stórum karakterum sem eru miklir leiðtogar bæði inn á velli og inn í klefa," sagði Rúnar um Beiti.
Beitir lék á sínum tíma þrjá U19 landsleiki.
Rætt við Rúnar í gær:
„Ánægður að þetta sé í höfn" - Fleiri á leiðinni í KR
Athugasemdir