Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hjörtur í tapliði - Kolbeinn úti í kuldanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Herrmannsson var í byrjunarliði Volos sem tapaði gegn Atromitos í grísku deildinni í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Atromitos missti mann af velli með rautt spjald snemma í síðari hálfleik. Það kom ekki að sök því liðið skoraði sigurmarkið seint í leiknum.

Þetta er þriðji leikur Hjartar síðan hann gekk til liðs við Volos frá Carrarese frá Ítalíu í janúar. Liðið vann PAOK í fyrsta leik en hefur tapað tveimur leikjum í röð.

Liðið er í 11. sæti með 20 stig eftir 20 umferðir.

Kolbeinn Finnsson sat allan tímann á bekknum þegar Utrecht gerði jafntefli gegn Heracles á útiivelli í hollensku deildinni. Heracles komst yfir en Utrecht jafnaði metin í uppbótatíma. Kolbeinn hefur ekkert komið við sögu í deildinni undanfarna mánuði en hefur spilað bikarleiki.

Utrecht er í 3. sæti með 41 stig eftir 20 umferðir. Liðið er fjórum stigum á eftir Ajax og fimm stigum á eftir PSV.
Athugasemdir
banner
banner
banner