Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 12:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍBV krækir í serbneskan miðvörð (Staðfest)
Verður 24 ára á morgun.
Verður 24 ára á morgun.
Mynd: ÍBV
ÍBV vann Lengjudeildina síðasta sumar og verður í Bestu deildinni á komandi tímabili.
ÍBV vann Lengjudeildina síðasta sumar og verður í Bestu deildinni á komandi tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍBV tilkynnti í dag að Jovan Mitrovic væri genginn í raðir félagsins. Hann kemur til Vestmannaeyja frá serbneska liðinu FK Indija þar sem hann hefur verið síðasta eina og hálfa árið og spilað í næst efstu deild Serbíu.

Jovan er 23 ára en fagnar reyndar 24 ára afmælisdegi sínum á morgun.

Í tilkynningu ÍBV er vakin athygli á því að hann hafi leikið stórt hlutverk með Indija á tímabilinu en hann lék sinn síðasta leik fyrir félagið 14. desember.

„Hann lék 1780 af 1800 mínútum liðsins á leiktíðinni og var fyrirliði liðsins í 8 af 20 leikjum. Jovan kemur til með að styrkja lið ÍBV fyrir átökin í Bestu deildinni en hún hefst í byrjun apríl á leik gegn Víkingi Reykjavík," segir í tilkynningu ÍBV.

„Jovan er stór og sterkur miðvörður, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur verið fyrirliði í liði sínu í Serbíu undanfarin ár. Við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum leikmanni," segir Þorláur Árnason þjálfari ÍBV um Jovan sem er sjöundi leikmaðurinn sem ÍBV sækir í vetur.

Komnir
Omar Sowe frá Leikni
Jörgen Pettersen frá Þrótti R.
Arnór Ingi Kristinsson frá Leikni
Jovan Mitrovic frá Serbíu
Mattias Edeland frá Svíþjóð
Milan Tomic frá Serbíu
Birgir Ómar Hlynsson frá Þór á láni

Farnir
Tómas Bent Magnússon í Val
Vicente Valor í KR
Guðjón Ernir Hrafnkelsson í KA
Arnór Sölvi Harðarson í ÍR
Henrik B. Máni Hilmarsson í Stjörnuna (var á láni)
Eiður Atli Rúnarsson í HK (var á láni)

Samningslausir
Jón Ingason (1995)
Jón Arnar Barðdal (1995)
Eyþór Orri Ómarsson (2003)
Víðir Þorvarðarson (1992)
Athugasemdir
banner
banner
banner