Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sindri Kristinn: Ef ég tel mig vilja eða þurfa breytingar þá finnum við lausn
Hvað gerir Sindri?
Hvað gerir Sindri?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði varði mark FH í fjórum deildarleikjum síðasta sumar.
Daði varði mark FH í fjórum deildarleikjum síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Kristinn Ólafsson hefur verið orðaður í burtu frá FH síðustu vikur. Sindri hefur verið aðalmarkmaður FH síðustu tvö tímabil en FH-ingar eru ekki í feluleik með að þeir séu að skoða markmannsmálin.

Sindri er 27 ára og kom frá Keflavík til FH eftir tímabilið 2022. 2023 lék hann 20 leiki í Bestu deildinni með FH og 23 leiki á síðasta tímabili. Fótbolti.net ræddi við Sindra í dag.

„Ég er markvörður Fimleikafélagsins í dag og undanfarin tvö ár og líður vel í Kaplakrika í kringum það góða fólk sem er hérna. Ég á eins og staðan er eitt ár eftir mínum samning af þeim þremur árum sem við skrifuðum undir í nóvember 2022," segir Sindri sem var svo spurður út í þá umræðu og staðreynd að FH séð að skoða markmannsmálin hjá sér.

„Það hefur verið mikið í umræðunni vissulega og þeir hafa sagt við mig að markmiðið sé að fá inn nýjan markmann. Þetta er sérstök staða að vera í fyrir mig og Daða líka. Við Davíð höfum átt samtal og rætt þetta en það er auðvitað bara á milli okkar."

Bæði Sindri og Daði Freyr Arnarsson eru samningsbundnir FH áfram. En vill Sindri fara frá FH?

„Allt er breytingum háð. Það eru þvílík forréttindi að spila fyrir FH enda risa klúbbur en ef ég tel mig vilja eða þurfa breytingar þá finnum við lausn á því. Enn sem komið er erum við Daði markmenn FH og erum að sinna því og undirbúa okkur fyrir komandi tímabil þangað til annað kemur í ljós," segir Sindri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner